Stálgrindarhús

Ársalir ehf og Atvinnuhús ehf. hafa haft milligöngu um sölu á fjölda stálgrindarhúsa fyrir vörugeymslur, verslun og þjónustu, sem hafa reynst afburða vel.

Útvegum tilboð í fullbúna eign, með örstuttum fyrirvara, kaupanda að kostnaðarlausu. Til sýnis eru byggingar sem verið er að reisa.

Í boði er:

1. Hágæða byggingar með steyptum gólfum, sérhannaðar og með klæðningu skv. óskum kaupanda.

2. Lægra verð en almennt söluverð á almennum fasteignamarkaði.

3. Stuttur afgreiðslutími. Afhendingartími hússins frá verksmiðju er 6 mánuðir frá því að byggingarnefndarteikningar liggja fyrir. U.þ.b. 6 mánuði tekur að ljúka húsbyggingu ásamt utanhússfrágangi.

4. Íslenskir verktakar, sérhæfðir í uppsetningu sjá um að reisa stálburðarvirkið.

5. Byggingarnar eru hannaðar af framleiðanda, en arkitektar kaupenda geta ráðið útliti húsanna að utan, sem innan, innan þeirra marka sem byggingakerfi framleiðanda leyfir. Byggingarnar eru afar umhverfisvænar og að mestu úr endurnýtanlegu byggingarefni. Stál er t.d. 100% endurnýtanlegt.